Reykjavíkurmaraþon 2016


Heitið á hlaupara Samtaka um endómetríósu

Um 10% kvenna hafa endómetríósu eða um 176 milljónir kvenna í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margar konur með endómetríósu finna fyrir vantrú annarra og þurfa enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
Ég vil heita á hlaupara Samtaka um endómetríósu


Gula slaufan
Styrktu samtökin með því að kaupa slaufu
Gula slaufan
Styrktu samtökin með því að kaupa armband


Aðalfundur Samtaka um endómetríósu 2016


Laugardaginn 16. apríl, kl. 13.00-15.00.

Í fundarsal Kvennadeildar, Landspítalanum við Hringbraut.
DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SAMTAKA UM ENDÓMETRÍÓSU
Val á fundarstjóra, fundarritara og atkvæðateljara.
Skýrsla stjórnar.
Samþykkt reikninga samtakanna.
Lagabreytingar.
Stjórnarkjör.
Afgreiðsla tillagna sem fyrir fundinum liggja.
Önnur mál.

Við hvetjum sem flesta til að mæta enda allir velkomnir á aðalfundinn. Hann er góður vettvangur til að fræðast um sjúkdóminn og starf samtakanna og til að kynnast öðrum konum sem þekkja líf með endómetríósu.

Að lonum fundi bjóðum við upp á spjall og léttar veitingar í anda kaffihúsahittinganna okkar.

Við viljum einnig vekja athygli á því að Vika endómetríósu verður dagana 3.-9. apríl. Fylgist með því hvort þið rekist ekki á einhverja endósystur í fjölmiðlum þann tíma.


Afmælishátíð 9. apríl 2016


Samtök um endómetríósu 10 ára

Samtök um endómetríósu eru tíu ára á þessu ári. Þeim tímamótum verður fagnað með veglegri afmælishátíð. Hátíðin verður í Norræna húsinu, laugardaginn 9. apríl og hefst kl. 13.30. Dagskráin samanstendur af ræðum, reynslusögum, tónlist, léttum veitingum, fyrirspurnum úr sal o.fl. en verður auglýst betur síðar.
Takið daginn frá!
Hittumst og eigum glaðan dag saman!
Skráðu þig á hátíðina hér


Vika endómetríósu 3.-9. apríl 2016


Vika endómetríósu verður dagana 3.-9. apríl, henni lýkur með afmælishátíð í tilefni af 10 ára afmæli Samtaka um endómetríósu. Í vikunni reynum við að vera meira áberandi en á öðrum tímum árs með það að markmiði að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um sjúkdóminn. Ekki síður viljum við ná til kvenna sem þjást án þess að vita hver orsökin er. Fylgist með í fjölmiðlum og hafið samband ef spurningar brenna á ykkur!


Ráðstefna SEUD 2016


Fjallar sérstaklega um endómetríósu í ár

Önnur ráðstefna Society of Endometriosis and Uterine Disorders (SEUD) verður haldin í Barselóna á Spáni dagana 12.-14. maí 2016. Ráðstefnan mun í ár fjalla sérstaklega um adenómyósu og endómetríósu. Smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að nálgast frekari upplýsingar um dagskrá, skráningu o.fl.
Heimasíða ráðstefnunnar


Kaffihúsahittingur laugardaginn 7. mars 2015


Opinn hittingur bæði fyrir félagskonur Samtaka um endómetríósu og þær sem ekki eru í samtökunum. Góður vettvangur til að hitta aðrar konur með endómetríósu, fá svör við spurningum sem á manni brenna og kynnast starfsemi samtakanna.