Kærar þakkir fyrir stuðninginn!


Öll met slegin!

Í Reykjavíkurmaraþoni 2019 safnaði 21 hlaupari áheitum fyrir samtökin en aldrei hafa svo mangir hlaupið fyrir okkur áður. Á hvatningarstöðina mætti metfjöldi til að hvetja hlauparana áfram, þar var boðið upp á orku, knús og hvatningu. Mikil gleði ríkti í hópnum sem vakti mikla athygli hæaupara sem og íbúa í nágrenninu og vegfarenda. Í þakklætiskveðju formanns til hlaupara og velunnara samtakanna segir m.a.: "Við í stjórn og varastjórn fylgstum vel með áheitasöfnunni og hjartað sló örar með hverjum degi. Upphæðin varð alltaf hærri og hærri. Markmiðið okkar var að komast yfir 400.000 kr. Það náðist og gott betur en það. Lokatalan er 701.000 kr. Þettar er met hjá samtökunum. Nú svífum við um af hamingju og þökkum öllum kærlega fyrir okkur. Hlauparnir okkar eiga hrós skilið fyrir frábæran árangur. Við viljum þakka henni Þórunni Sveinbjarnardóttir sérstaklega fyrir að hafa farið í nokkur viðtöl til þess að vekja athygli á sjúkdómnum. Þökkum kærlega öllum þeim sem hlupu/gengu fyrir okkur. Þið glödduð okkur mjög mikið."
Styrkja samtökin


Gula slaufan
Styrktu samtökin með því að kaupa slaufu
Gula slaufan
Styrktu samtökin með því að kaupa armband


Reykjavíkurmaraþon 2019


Heitið á hlaupara Samtaka um endómetríósu

Um 10% kvenna eru með endómetríósu eða um 176 milljónir kvenna í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla eru meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margar konur og transkarlar með endómetríósu finna fyrir vantrú annarra og þurfa enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
Ég vil heita á hlaupara Samtaka um endómetríósu


Aðalfundur Samtaka um endómetríósu 2019


Þriðjudaginn 30. apríl, kl. 19:30

Í fundarsal Setursins, Hátúni 10.
DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SAMTAKA UM ENDÓMETRÍÓSU
Val á fundarstjóra, fundarritara og atkvæðateljara.
Skýrsla stjórnar.
Samþykkt reikninga samtakanna.
Lagabreytingar.
Stjórnarkjör.
Önnur mál.

Við hvetjum sem flesta til að mæta enda allir velkomnir á aðalfundinn. Hann er góður vettvangur til að fræðast um sjúkdóminn og starf samtakanna og til að kynnast öðrum konum sem þekkja líf með endómetríósu.

Að loknum aðalfundi gefst tækifæri til að setjast niður og ræða saman okkar reynslu og um málefni kvenna með endómetríósu.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Mætið sem flest og finnið þann stuðning sem samtökin geta veitt einstaklingum í okkar stöðu!


Málþing um endómetríósu 21. mars 2019Á málþinginu verður lögð áhersla á ófrjósemi og endó. Við hvetjum alla til að mæta en þó sérstaklega einstaklinga og pör sem glíma við ófrjósemi, hvort sem grunur er um sjúkdóminn eða ekki auk þeirra sem hafa fengið greiningu á endómetríósu. Við hvetjum jafnframt heilbrigðisstarfsfólk, fjölskyldur kvenna með endómetríósu og alla þá sem vilja fræðast um sjúkdóminn til að mæta. Smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að nálgast frekari upplýsingar um dagskrá.
Nánar um málþingið


Vika endómetríósu 16.-22. mars 2019Vika endómetríósu verður dagana 16.-22. mars. Í vikunni reynum við að vera meira áberandi en á öðrum tímum árs með það að markmiði að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um sjúkdóminn. Ekki síður viljum við ná til kvenna sem þjást án þess að vita hver orsökin er. Mánudaginn 18. mars verður kaffihúsahittingur í stamstarfi við Tilveru, samtök um ófrjósemi. Meginþema viðburðarins er ófrjósemi og þar verða nokkur áhugaverð erindi um reynslu fólks af ófrjósemi og ólíkar leiðir sem hægt er að fara í þeim tilgangi að eignast barn og verða foreldri. Kaffihúsahittingurinn fer fram í húsnæði Samtaka um endómetríósu, Setrinu, Hátúni 10, 105 Reykjavík. Fimmtudaginn 21. mars verður haldið málþingið „Endó og (ó)frjósemi“. Málþingið fer fram í Hringsal Landspítalans kl. 17:00-18:30. Fylgist með í fjölmiðlum og hafið samband ef spurningar brenna á ykkur!