Opnun skrifstofu Samtaka um endómetríósuSamtök um endómetríósu tóku á leigu skrifstofu í byrjun þessa árs. Nú er kominn tími til að hafa fastan opnunartíma. Við erum staðsett í Setrinu í Hátúni 10, 105 Reykjavík og ætlum að hafa skrifstofuna opna alla miðvikudaga kl. 10:00-13:00. Við hvetjum alla sem vilja að kíkja í kaffi til okkar. Höfum gaman af að fá heimsóknir og taka gott spjall.  Ef þið þurfið að hitta okkur en komist ekki á opnunartíma skrifstofunnar þá endilega hafið samband í síma 841-2650 - ef enginn svarar endilega skiljið eftir skilaboð og haft verður samband við fyrsta tækifæri.


Gula slaufan
Styrktu samtökin með því að kaupa slaufu
Gula slaufan
Styrktu samtökin með því að kaupa armband


Málþing um endómetríósu 11. apríl 2018Á málþinginu verður lögð áhersla á unglinga og endó. Við hvetjum alla til að mæta en þó sérstaklega unglingsstúlkur með endómetríósu, hvort sem þær hafa grun um sjúkdóminn eða hafa fengið sjúkdómsgreiningu. Við hvetjum jafnframt heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk skóla, fjölskyldur stúlkna með endómetríósu og alla þá sem vilja fræðast um sjúkdóminn til að mæta. Smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að nálgast frekari upplýsingar um dagskrá.
Nánar um málþingið


Vika endómetríósu 7.-13. apríl 2018


Vika endómetríósu verður dagana 7.-13. apríl. Miðvikudaginn 11. apríl verður haldið málþingið „Endómetríósa og unglingar“. Málþingið fer fram í Hringsal Landspítalans kl. 16:15-18:00. Í vikunni reynum við að vera meira áberandi en á öðrum tímum árs með það að markmiði að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um sjúkdóminn. Ekki síður viljum við ná til kvenna sem þjást án þess að vita hver orsökin er. Fylgist með í fjölmiðlum og hafið samband ef spurningar brenna á ykkur!


Reykjavíkurmaraþon 2018


Heitið á hlaupara Samtaka um endómetríósu

Talið er að á bilinu 5-10% kvenna hafa endómetríósu eða um 176 milljónir kvenna í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margar konur með endómetríósu finna fyrir vantrú annarra og þurfa enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
Ég vil heita á hlaupara Samtaka um endómetríósu


Aðalfundur Samtaka um endómetríósu 2018


Laugardaginn 10. febrúar, kl. 13.00

Í fundarsal Setursins, Hátúni 10.
DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SAMTAKA UM ENDÓMETRÍÓSU
Val á fundarstjóra, fundarritara og atkvæðateljara.
Skýrsla stjórnar.
Samþykkt reikninga samtakanna.
Lagabreytingar.
Stjórnarkjör.
Önnur mál.

Við hvetjum sem flesta til að mæta enda allir velkomnir á aðalfundinn. Hann er góður vettvangur til að fræðast um sjúkdóminn og starf samtakanna og til að kynnast öðrum konum sem þekkja líf með endómetríósu.

Að loknum aðalfundi mun Ragnheiður Kr. Thoroddsen segja frá reynslu sinni af lífi með endómetríósu og endó í ristli.
Að loknu erindi Ragnheiðar gefst tækifæri til að setjast niður og ræða saman okkar reynslu og um málefni kvenna með endómetríósu.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Mætið sem flestar og finnið þann stuðning sem samtökin geta veitt konum í okkar stöðu!


Heimsráðstefna AAGL um endómetríósu og skurðlækningar í Hörpu 20.-21. júlí 2017


Heimsráðstefna AAGL um endómetríósu og skurðlækningar verður haldin í Hörpu 20.-21. júlí næstkomandi. Fyrirlesarar eru endómetríósusérfræðingar og skurðlæknar í fremstu röð. Hér er um ráðstefnu í hæsta gæðaflokki að ræða enda AAGL samtökin þekkt um allan heim. Jón Ívar Einarsson yfirlæknir við Brigham and Women’s sjúkrahúsið í Boston og forseti AAGL samtakanna mun setja ráðstefnuna.
Skráðu þig á ráðstefnuna hér!