Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið hátíðlegt laugardaginn 20. ágúst síðastliðinn

Gleðin var við völd á laugardaginn þegar að 24 einstaklingar hlupu fyrir hönd samtakanna. Hlaupararnir gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu 1.564.000 krónum í áheitasöfnuninni sem er metsöfnun hjá okkur. 

Við fengum hlauparana til okkar í grill og gleði deginum áður þar sem við gátum leyst þau út með smá pakka. Takk Collab, Kalli K, Bioeffect, Veganbúðin og Innnes fyrir að stuðnigninn.

Samtökin vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem styrktu hlauparana og hvöttu þau til dáða á hvatningarstöðinni.

Meðfylgjandi fréttinni eru myndir af hlaupinu. 

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »