Aðalfundur Samtaka um endómetríósu 2016

Laugardaginn 16. apríl, kl. 13.00-15.00. Í fundarsal Kvennadeildar, Landspítalanum við Hringbraut.

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SAMTAKA UM ENDÓMETRÍÓSU
Val á fundarstjóra, fundarritara og atkvæðateljara.
Skýrsla stjórnar.
Samþykkt reikninga samtakanna.
Lagabreytingar.
Stjórnarkjör.
Afgreiðsla tillagna sem fyrir fundinum liggja.
Önnur mál.

Við hvetjum sem flesta til að mæta enda allir velkomnir á aðalfundinn. Hann er góður vettvangur til að fræðast um sjúkdóminn og starf samtakanna og til að kynnast öðrum konum sem þekkja líf með endómetríósu.

Að loknum fundi bjóðum við upp á spjall og léttar veitingar í anda kaffihúsahittinganna okkar.

Við viljum einnig vekja athygli á því að Vika endómetríósu verður dagana 3.-9. apríl. Fylgist með því hvort þið rekist ekki á einhverja endósystur í fjölmiðlum þann tíma.

Um höfundinn