Aðalfundur Samtaka um endómetríósu 2019

Laugardaginn 10. febrúar, kl. 13.00 í fundarsal Setursins, Hátúni 10.

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SAMTAKA UM ENDÓMETRÍÓSU
Val á fundarstjóra, fundarritara og atkvæðateljara.
Skýrsla stjórnar.
Samþykkt reikninga samtakanna.
Lagabreytingar.
Stjórnarkjör.
Önnur mál.

Við hvetjum sem flesta til að mæta enda allir velkomnir á aðalfundinn. Hann er góður vettvangur til að fræðast um sjúkdóminn og starf samtakanna og til að kynnast öðrum konum sem þekkja líf með endómetríósu.

Að loknum aðalfundi gefst tækifæri til að setjast niður og ræða saman okkar reynslu og um málefni kvenna með endómetríósu.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Mætið sem flest og finnið þann stuðning sem samtökin geta veitt einstaklingum í okkar stöðu!

Um höfundinn