Aðalfundur Samtaka um endómetríósu

Samtök um endómetríósu halda aðalfund laugardaginn 8. mars kl. 13.00-15.00.

DAGSKRÁ
13.00: Fundur settur.
13.05: Bryndís Rut Logadóttir og Brynja Gestsdóttir hjúkrunarfræðingar: Áhrif endómetríósu á lífsgæði kvenna.
13.40: Reynir Tómas Geirsson læknir: Nýtt um endómetríósu.
14.00: Hlé.
14.20: Venjuleg aðalfundarstörf.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Kvennadeildar, Landspítalanum við Hringbraut. Gengið er inn um aðaldyr Kvennadeildar á fyrstu hæð og síðan til hægri.

Félagskonur, það getur verið léttir að kynnast öðrum konum með sjúdóminn. Áhugaverðir fyrirlestrar fyrir konur með endómetríósu, aðstandendur þeirra og heilbrigðisstarfsfólk. Allir velkomnir – gott tækifæri til að fræðast um sjúkdóminn og starf samtakanna.

Um höfundinn