Óhefðbundnar aðferðir

Miklar umræður hafa skapast í áratugi um gagnsemi óhefðbundinna aðferða/meðferða/lækninga við heilsueflingu og sýnist sitt hverjum. Við hjá Samtökum um endómetríósu kjósum frekar að tala um aðferðir og meðferðir fremur en lækningar og leggjum ríka áherslu á að val á aðferðum og samsvarandi niðurstaða er að öllu leyti á ábyrgð einstaklingsins.

Við höfum heyrt fjölmargar sögur frá félagskonum okkar um hvernig hin og þessi aðferð hafi hjálpað þeim við að slá á verki og ná almennt betri líðan til lengri eða skemmri tíma. Um leið höfum við fundið að áhrif og gagnsemi hverrar aðferðar fyrir sig reynast mjög einstaklingsbundin og því erfitt að segja til um hvað virkar betur en annað, ef það virkar þá yfir höfuð. Markmið heildrænnar meðferðar er að skoða líkamann og einstaklinginn sem eina heild og leitast við að finna orsök vandans í stað þess að meðhöndla einungis einkennin. Endó-konur þekkja vel til þess að ganga milli lækna til að finna orsök og bryðja á meðan ógrynnin öll af verkjalyfjum og öðrum lyfjum sem sett eru til höfuðs einkennum þar sem orsökin er óþekkt.

Viðhorf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks til óhefðbundinna aðferða er mjög misjafnt og sýnist sitt hverjum. Hér áður fyrr mátti varla minnast á slíkar aðferðir án þess að fá yfir sig reiðilestur um vitleysu en undanfarinn áratug eða svo hefur borið á viðhorfsbreytingu gagnvart alla vega hluta slíkra aðferða, þar sem finna má starfsmenn ýmissa heilbrigðisstétta sem hafa bætt við sig þekkingu í ákveðnum aðferðum og nýta þær samhliða hefðbundinni faglegri meðferð til að ná meira heildrænni meðferð.

Almennt er fjallað um tvenns konar nálgun þótt aðferðirnar séu þær sömu í báðum tilfellum:

  • annars konar meðferð (alternative therapy) sem notuð er í staðinn fyrir hefðbundnar læknismeðferðir og þar með framkvæmd af öðrum en starfsmönnum sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva.
  • samfallandi meðferð (complementary therapy) sem notuð er með hefðbundinni læknismeðferð innan heilbrigðisgeirans og þá framkvæmd af starfsmönnum sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva.

 

Lykilatriðin við val á aðferð eru þrjú:

  • kynna sér vel út á hvað aðferðin gengur, þ.e. hvernig fer meðferðin fram og hver eru áhrif hennar.
  • finna meðferðaraðila sem hefur góða og viðurkennda menntun á sínu sviði. Til eru aðilar sem taka stutt námskeið og telja sig þar með hæfa til að meðhöndla hina ýmsu kvilla. Samtökin hvetja félagskonur sínar til að gera miklar kröfur til meðferðaraðila og ganga úr skugga um að viðkomandi einstaklingur hafi þau réttindi sem til þarf. Við vísum á heimasíðu Bandalags íslenskra græðara, www.big.is, þar sem finna má þá aðila sem fengið hafa tilskilda menntun og leyfi til að starfa sem græðari í sínu fagi. Einnig vísum við á lög um græðara nr. 34/2005 (http://www.althingi.is/lagas/nuna/2005034.html) en markmið þeirra er að „stuðla að gæðum heilsutengdrar þjónustu græðara og öryggi þeirra sem leita eftir slíkri þjónustu eða nýta sér hana. Markmiði þessu skal m.a. náð með því að koma á fót frjálsu skráningarkerfi fyrir græðara.“
  • ræða við lækni ef meðferðin gengur út á að taka eitthvað inn til að koma í veg fyrir mótáhrif lyfja sem hann ávísar á þig. Í sumum lækningajurtum eru efni sem geta unnið gegn virkni hefðbundinna lyfja.

Hér fyrir neðan má sjá lista í stafrófsröð yfir nokkrar þær aðferðir sem félagskonur okkar hafa reynt eða sagt okkur frá. Textinn sem birtist lýsir því hvernig hver aðferð gæti hugsanlega hjálpað konum með endómetríósu í leit að betri daglegri líðan. Finna má frekari upplýsingar um hverja aðferð á síðum eins og Wikipedia, Heilsubankinn, Doktor.is,

Alexanderstækni

 

Bowentækni

Dáleiðsla

Djúpslökun

EFT (Emotional Freedom Technique)

Grasalækningar

Heilsumarkþjálfun

Hnykklækningar (chiropractic)

Hómópatía (homeopathic remedies)

Hreyfifræði (applied kinesiology)

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun

Ilmolíumeðferð (aroma therapy)

 

Ljósa- og hljóðlækningar

Nálastungur (acupuncture)

Nudd

  • Klassískt nudd
  • Partanudd
  • Sogæðanudd
  • Svæða- og viðbragðsmeðferð (reflexology)

Samband svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi

Svæðameðferðarfélag Íslands

  • Heitsteinanudd

Næringarþerapía

Pólameðferð

Rafsegulbylgjugreining

 

Reiki / heilun

Sálgæsla / sállækningar

Shiatsu (punktaþrýstingur)

Taugameðferð (neural therapy)