Kærar þakkir fyrir stuðninginn!

Öll met slegin!

Hlauparar ásamt stjórn og framkvæmdastjóra samtakanna.

Í Reykjavíkurmaraþoni 2019 safnaði 21 hlaupari áheitum fyrir samtökin en aldrei hafa svo mangir hlaupið fyrir okkur áður. Á hvatningarstöðina mætti metfjöldi til að hvetja hlauparana áfram, þar var boðið upp á orku, knús og hvatningu. Mikil gleði ríkti í hópnum sem vakti mikla athygli hæaupara sem og íbúa í nágrenninu og vegfarenda. Í þakklætiskveðju formanns til hlaupara og velunnara samtakanna segir m.a.: „Við í stjórn og varastjórn fylgstum vel með áheitasöfnunni og hjartað sló örar með hverjum degi. Upphæðin varð alltaf hærri og hærri. Markmiðið okkar var að komast yfir 400.000 kr. Það náðist og gott betur en það. Lokatalan er 701.000 kr. Þettar er met hjá samtökunum. Nú svífum við um af hamingju og þökkum öllum kærlega fyrir okkur. Hlauparnir okkar eiga hrós skilið fyrir frábæran árangur. Við viljum þakka henni Þórunni Sveinbjarnardóttir sérstaklega fyrir að hafa farið í nokkur viðtöl til þess að vekja athygli á sjúkdómnum. Þökkum kærlega öllum þeim sem hlupu/gengu fyrir okkur. Þið glödduð okkur mjög mikið.“

Enn er hægt að styrkja samtökin með ýmsum hætti. Áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoninu er bara ein leið okkar til að fjármagna það mikilvæga starf sem samtökin vinna.

Um höfundinn