Opnun skrifstofu Samtaka um endómetríósu

Samtök um endómetríósu tóku á leigu skrifstofu í byrjun þessa árs. Nú er kominn tími til að hafa fastan opnunartíma. Við erum staðsett í Setrinu í Hátúni 10, 105 Reykjavík og ætlum að hafa skrifstofuna opna alla miðvikudaga kl. 10:00-13:00. Við hvetjum alla sem vilja að kíkja í kaffi til okkar. Höfum gaman af að fá heimsóknir og taka gott spjall.  Ef þið þurfið að hitta okkur en komist ekki á opnunartíma skrifstofunnar þá endilega hafið samband í síma 841-2650 – ef enginn svarar endilega skiljið eftir skilaboð og haft verður samband við fyrsta tækifæri.

Um höfundinn
Formaður Samtaka um endómetríósu frá 2018. Hef verið í stjórna samtakanna frá árinu 2014, fyrst sem meðstjórnandui en síðan gjaldkeri í 3 ár. Greindist með endómetríósu í janúar 2010 eftir 5 slæm verkjaköst. En var með önnur einkenni í 21 ár.