Styrkja samtökin

 

Minningarkort

Netverslun

Gerast félagi

Minningarkort Samtaka um endómetríósu eru send aðstandendum í minningu látinna ástvina.

Sendandi getur valið að ánafna gjöf sína Samtökum um endómetríósu eða Menntasjóði Elsu, sem styður konur með endómetríósu til náms.

Allur ágóði af seldum vörum rennur óskiptur til Samtaka um endómetríósu. Hægt er að velja um að fá vörurnar sendar eða sækja þær á skrifstofu samtakanna. Samtök um endómetríósu eru öllum opin en eru fyrst og fremst ætluð konum með endómetríósu og aðstandendum þeirra.

Í félagsaðild felst aðgangur fyrir konur með endómetríósu að lokuðum hópi Samtaka um endómetríósu á Facebook.

Gerast velunnari (Í vinnslu)

 Stakur styrkur (Í vinnslu)

 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
(Í vinnslu)

Velunnarar Samtaka um endómetríósu eru þeir sem kjósa að styðja við starfsemi samtakanna með mánaðarlegu framlagi.

Þitt framlag gerir okkur kleift að mæta markmiðum samtakanna um að veita konum með endómetríósu og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu.

Samtök um endómetríósu leitast við að auka þekkingu á sjúkdómnum meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks með það að markmiði að stytta greiningartíma sjúkdómsins og lækka meðalaldur þeirra sem greinast.

Þannig bindum við vonir við aukin lífsgæði í kjölfar greiningar.

Hleypur þú til góðs?

Samtök um endómetríósu safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu. Áheitin hafa verið mikilvægur þáttur í fjármögnun á starfsemi samtakanna og gera okkur kleift að sinna brýnum verkefnum er varða þjónustu við félagsmenn okkar og baráttu fyrir réttindum þeirra.

 Gjafabréf (Í vinnslu)

Erfðagjafir (Í vinnslu)

 Í vinnslu Í vinnslu