Vika endómetríósu 28. febrúar til 6. mars 2015

Vika endómetríósu hófst með aðalfundi Samtaka um endómetríósu laugardaginn 28. febrúar og henni lýkur föstudaginn 6. mars. Í vikunni reynum við að vera meira áberandi en á öðrum tímum árs með það að markmiði að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um sjúkdóminn. Ekki síður viljum við ná til kvenna sem þjást án þess að vita hver orsökin er. Fylgist með í fjölmiðlum og hafið samband ef spurningar brenna á ykkur!

Um höfundinn