Vika endómetríósu og aðalfundur 2016

Vika endómetríósu hófst 3. apríl 2016 og henni lauk þann 9. apríl með veglegri 10 ára afmælishátíð sem var haldinn í Norræna húsinu. Þátttakan á hátíðinni var vonum framar og mættu u.þ.b. 110 manns á hana. Í þessari viku voru Samtök um endómetríósu og umfjöllun um sjúkdóminn meira áberandi í fjölmiðlum, þar á meðal má nefna:

Viðtal við Hafdísi Houmøller Einarsdóttur „Ég var bara með svo fjandi mikla túrverki!“

Grein sem var birt á Smartland á mbl.is „Fór á breytingaskeiðið 29 ára“  um Ester Ýr Jónsdóttir.

#Endósagan mín sem er eftir Silju Ástþórsdóttir.

Útvarpsviðtal við Bjarneyju Kristrúnu Haraldsdóttir og Heiðu Sigurbergsdóttur í þættinum Mannlegi þátturinn.

Fleiri greinar má finna heimasíðunni endo.is undir Fjölmiðlaumfjöllun.

Á aðalfundinum sem var haldinn þann 16. apríl 2016, fór fram kosning um áframhaldandi setu stjórnar, sem eru Silja Ástþórsdóttir, formaður, í meðstjórn voru endurkjörnar, Ester Ýr Jónsdóttir, varaformaður, Kolbrún Stígsdóttir, gjaldkeri, Bjarney Kristrún Haraldsdóttir, ritari, og Heiða Sigurbergsdóttir, meðstjórnandi. Varastjórn mynda Catia Andreia de Brito og Sóldís Lilja Benjamínsdóttir, auk þeirra eru nýjar í varastjórn Elín Margrét Guðmundsdóttir, Hafdís Houmøller Einarsdóttir, Helene Houmøller Pedersen, Lilja Ólafsdóttir og Sigrún Hildur Tryggvadóttir.
Fráfarandi stjórnarmeðlimir eru Kristín Ósk Óskarsdóttir og Kolbrún Erla Kjartansdóttir. Stjórn Samtaka um endómetríósu þakkar þeim fyrir samstarfið í gegnum tíðina og þeirra framlag til eflingar málefna samtakanna.

Stjórn Samtaka um endómetríósu – kosin á aðalfundi 16. apríl 2016

Formaður – Silja Ástþórsdóttir
Varaformaður – Ester Ýr Jónsdóttir
Gjaldkeri – Kolbrún Stígsdóttir
Ritari – Bjarney Kristrún Haraldsdóttir
Meðstjórnandi – Heiða Sigurbergsdóttir

Varastjórn

Catia Andreia de Brito
Elín Margrét Guðmundsdóttir
Hafdís Houmøller Einarsdóttir
Helene Houmøller Pedersen
Lilja Ólafsdóttir
Sigrún Hildur Tryggvadóttir
Sóldís Lilja Benjamínsdóttir

Um höfundinn