Vika endómetríósu, aðalfundur og aðrir viðburðir

Vika endómetríósu hófst laugardaginn 8. mars á aðalfundi Samtaka um endómetríósu. Í upphafi fundar voru tvö fræðsluerindi, Bryndís Rut Logadóttir og Brynja Gestsdóttir hjúkrunarfræðingar fluttu erindi sem þær nefndu Áhrif legslímuflakks á lífsgæði kvenna, erindið var byggt á lokeverkefni þeirra í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Síðara erindið flutti Reynir Tómas Geirsson læknir, bar það yfirskriftina Nýtt um endómetríósu. Í kjölfarið hófst hefðbundin aðalfundardagskrá þar sem formaður samtakanna flutti skýrslu liðins starfsárs, gjaldkeri fór yfir uppgjör reikninga og kosning stjórnar fór fram. Stjórn Samtaka um endómetríósu mynda nú, Silja Ástþórsdóttir, formaður, í meðstjórn voru endurkjörnar Björk Felixdóttir, Ester Ýr Jónsdóttir og Fjóla Hrönn Guðmundsdóttir, ný í stjórn er Kolbrún Stígsdóttir. Stjórnin mun skipta með sér verkum á næsta stjórnarfundi. Varastjórn mynda fyrrum stjórnarkonur Berglind Ósk Birgisdóttir og Kristín Ósk Óskarsdóttir, auk þeirra er ný í varastjórn er Kolbrún Kjartansdóttir.  Samtök um endómetríósu þakkar þeim sem hafa lagt samtökunum lið í gegnum tíðina.

Að lokum minnum við á hvatningargöngu Samtaka um endómetríósu fimmtudaginn 13. mars 214.  Safnast verður saman við Hallgrímskirkju kl. 17:00 og gengið þaðan að Kvennadeild Landspítalans við Hringbraut þar sem verður stutt athöfn.  Fjölmennum!


Skráðu þig á viðburðinn á Facebook og deildu honum með öðrum

 

Um höfundinn